Kímnigáfan eftirsóttust í Danmörku

Hlátur lengir lífið
Hlátur lengir lífið Reuters

Danskir atvinnurekendur leggja mest Skandinava upp úr því að starfsfólk þeirra hafi kímnigáfu. Tíu sinnum algengara er að farið sé fram á að fólk hafi kímnigáfu í atvinnuauglýsingum í Danmörku en í Svíþjóð.Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Samkvæmt niðurstöðum óformlegrar rannsóknar norska tímaritsins Teknisk Ukeblad taka 9% atvinnurekenda í Danmörku fram, að þeir vilji gjarnan fólk með kímnigáfu, er þeir auglýsa eftir stafsfólki. Í Svíþjóð taka hins vegar einungis 0,9% atvinnurekenda slíkt fram og í Noregi taka 2,6% atvinnurekenda slíkt fram.

„Þetta getur verið merki þess að Danirnir séu hugmyndaríkari en við. Einkageirinn er stærri hjá þeim og þeir hafa ekki olíuna til að orna sér við. Þeir eru oft fljótari að tileinka sér nýjungar en Norðmenn,” segir norski menningarmannfræðingurinn Elisabeth Fosseli Olsen. 

Um Svíana segir hún: „Þeir eru viðskiptamiðaðri en við. Í Svíþjóð setur stórborgarlífið mark sitt á viðskiptalífið. Þeir sækir fyrirmyndir til London, Boston og annarra stórborga.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant