Magnús Scheving meðal ríkustu manna heims?

Magnús Scheving.
Magnús Scheving. mbl.is/Eggert

Fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar sem ber heitið Verdens rikeste personer, eða Ríkasta fólk í heimi, verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Discovery Channel í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á mánudagskvöldið. Á heimasíðu Discovery Channel í Noregi kemur fram að í þáttunum séu tekin viðtöl við 32 „milljónamæringa sem hafa látið drauminn rætast“.

Meðal þessara einstaklinga er Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í febrúar kom tökulið á vegum breska framleiðslufyrirtækisins ITN Factual hingað til lands til þess að vinna að þættinum um Magnús. Honum var fylgt eftir á heimaslóðir í Borgarnesi og á Bifröst þar sem hann hélt erindi um Latabæ. Þá var Latabæjarmyndverið heimsótt og sýnt þegar Magnús umbreyttist í Íþróttaálfinn, auk þess sem tekin voru upp myndskeið af honum með fjölskyldu sinni. Loks var honum fylgt eftir til Bretlands þar sem hann átti fund með heilbrigðisráðherra landsins.

Villandi nafn

Að sögn Rickards Lawson, talsmanns Discovery Channel í Noregi, verður þátturinn frumsýndur á Norðurlöndunum, en síðar sýndur um alla Evrópu og hugsanlega víðar. Lawson viðurkennir að nafn þáttarins virki ef til vill villandi því ekki sé endilega verið að fjalla um ríkasta fólk í heimi heldur fólk sem á það allt sameiginlegt að hafa náð mjög langt á sínu sviði.

„Uppleggið eins og Magnús var með er meira það að hann sé ríkur vegna þess hversu gott starf hann er að vinna í þágu þess að koma hollum mat og hreyfingu að hjá börnum,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Latabæjar, en ekki náðist í Magnús vegna málsins.

Annars er það að frétta af Latabæ að fyrirtækið opnaði nýverið skrifstofu í Lundúnum.

„Þar verða tveir starfsmenn til að byrja með,“ segir Kristján. „Við töldum þetta eðlilegt skref því Latibær gengur mjög vel í Bretlandi, bæði hefur hann verið vinsæll í sjónvarpinu auk þess sem leikrit hefur verið í gangi í Lundúnum, en það er að fara í hringferð um allar Bretlandseyjar. Aðrar vörur tengdar Latabæ hafa gengið mjög vel og Magnús hefur verið mjög vinsæll þarna úti, hann hefur líklega farið í á bilinu 50 til 100 viðtöl þar ytra. Þetta er líka góður staður til þess að stýra hluta af okkar starfsemi í Evrópu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.