25 milljónir á níu árum

Einar Bárðarson segist ekki oft verða orðlaus
Einar Bárðarson segist ekki oft verða orðlaus

Árlegum tónleikum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna barst í gær óvæntur stuðningur þegar ónefndur velunnari hafði samband við tónleikahaldara og ánafnaði tónleikunum 600.000 krónum. Á síðustu níu árum hafa safnast 22 milljónir og hafa safnast 2,4 milljónir með tónleikunum í ár.

Tónleikarnir fara fram í dag klukkan 16:00 í Háskólabíói og uppselt er fyrir all nokkru. Aðilinn sem kýs að fá að halda nafnleynd hafði lagt saman að um það bil 600.000 vantaði til þess að ná 25 milljónum og ákvað að hlaupa undir bagga með það. Einar Bárðarson, skipuleggjandi tónleikanna segist enn ekki hafa áttað sig á þessu.  "Ég fékk þetta símtal í gær og ég er ennþá almennilega að ná þessu. Þetta skildi mig eftir alveg orðlausan og ég er það nú ekki oft. En þetta framlag hjálpar okkur yfir 25 milljón króna múrinn og við erum þessum aðila alveg óendanlega þakklát."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi.