Mótmæla minningarathöfnum um Ledger

Heath Ledger í hlutverki sínu í Brokeback Mountain.
Heath Ledger í hlutverki sínu í Brokeback Mountain. Reuters

Evangelískur söfnuður í Bandaríkjunum ætlar að efna til mótmælaaðgerða við hverja þá minningarathöfn sem kann að verða haldin um leikarann Heath Ledger vegna þess að hann lék samkynhneigðan mann í myndinni Brokeback Mountain.

Einn leiðtoga söfnuðarins, sem er í Topeka í Kansas, greindi frá þessu í dag. Einnig verði því mótmælt harðlega ef Ledgers verði minnst sérstaklega á Óskarsverðlaunahátíðinni í næsta mánuði.

Umræddur söfnuður, Westboro Baptist Church, hefur verið flokkaður sem haturshópur af bandarískri lögfræðirannsóknamiðstöð. Meðlimir söfnuðarins efna reglulega til mótmæla við útfarir hermanna sem látist hafa í Írak, og segja um að ræða refsingu Guðs fyrir að samkynhneigðum skuli leyft að ganga í bandaríska herinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér svo tíma til að vera með því fólki sem skiptir þig öllu máli. Hvernig var með heilsuátakið? Það er aldrei of seint að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér svo tíma til að vera með því fólki sem skiptir þig öllu máli. Hvernig var með heilsuátakið? Það er aldrei of seint að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi
Loka