Drengirnir í Sigur Rós hafa unnið baki brotnu að nýrri plötu undanfarnar vikur og hafa þeir nú þegar tekið upp 11 grunna í hljóðveri sínu, Sundlauginni í Mosfellsbæ.
Sveitin vinnur nú með upptökustjóra sem kallar sig Flood en hann hefur meðal annars unnið með U2, Smashing Pumpkins, Nick Cave og Depeche Mode.
Stefnt er að því að klára plötuna í mars og því ætti ný plata með Sigur Rós að geta komið út með vorinu eða í síðasta lagi í sumar.