Jeff Healey látinn

Jeff Healey.
Jeff Healey. AP

Kanadíski tónlistarmaðurinn Jeff Healey er látinn 41 árs, af völdum sjaldgæfs augnkrabbameins.  Healey, sem var blindur, var þekktur fyrir að spila á rafmagnsgítar í kjöltu sinni, og fyrir að spila rokk og blústónlist.  Healey missti sjónina sem barn af völdum sjúkdómsins.

Plata hans See the Light frá árinu 1988, var tilnefnd til Grammy verðlauna og náði miklum vinsældum.  Healey spilaði m.a með BB King og tók þátt í upptökum með Mark Knopfler úr Dire Straits og bítlinum George Harrison.  Ný plata með Healey er væntanleg í vor og var hann með áform um að fara í tónleikaferðalag um Evrópu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.