Útilokar Björk sig frá frekara tónleikahaldi í Kína?

Björk á tónleikum í Lima í Perú
Björk á tónleikum í Lima í Perú Reuters

  Eins og fram hefur komið tileinkaði Björk Tíbetum lagið „Declare Independence“ á tónleikum sínum í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn, meðal annars með því að kalla „Tíbet, Tíbet“, og vakti það æði misjöfn viðbrögð tónleikagesta.

Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum víða um heim síðustu daga og meðal annars hefur verið greint frá því að einhverjir hafi yfirgefið tónleikana um leið og Björk minntist á Tíbet. „Mér fannst ég alveg finna fyrir óánægju,“ segir Jónas Sen sem leikur á píanó, selestu, orgel og önnur hljómborðshljóðfæri í hljómsveit Bjarkar um viðbrögð tónleikagesta. „„Declare Indipendence“ er alltaf seinna aukalagið okkar, sem sagt síðasta lagið á tónleikunum. Fyrir aukalögin var allt vitlaust og brjáluð fagnaðarlæti en þegar hún var búin að syngja „Declare Independence“ fannst mér salurinn kólna mjög mikið.“

Í sumum fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að atvikið hafi farið framhjá tónleikagestum en Jónas telur svo ekki vera, auk þess sem myndband sem finna má á Youtube gefur til kynna að tileinkunin hafi ekki farið framhjá nokkrum manni.

Aðspurður segir Jónas hugsanlegt að Björk hafi útilokað sjálfa sig frá frekara tónleikahaldi í Kína með þessu athæfi. „En ég held að það hafi hvort eð er ekkert staðið til að spila aftur í Kína þótt ég viti auðvitað ekkert um hennar plön.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvaðeina sem þú festir kaup á í dag verður hagnýtt, á góðu verði og mun að líkindum endast um langan aldur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvaðeina sem þú festir kaup á í dag verður hagnýtt, á góðu verði og mun að líkindum endast um langan aldur.