Stefanía vann söngkeppnina

Áhorfendur á Samfés í Höllinni.
Áhorfendur á Samfés í Höllinni. Ómar Óskarsson

Stefanía Svavarsdóttir frá Félagsmiðtöðinni Bólinu í Mosfellsbæ sigraði Söngkeppni Samfés sem fór fram í Laugardaghöllinni í gær. Hún söng lagið Fever.

Í öðru sæti varð Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Setrinu í Hafnarfirði og í þriðja sæti varð Anton Örn Sandholt frá Félagsmiðstöðinni Ekkó í Kópavogi.

Þá fékk Helga María Ragnarsdóttir frá Félagsmiðstöðinni Zelsíus í Árborg sérstök verðlaun fyrir besta frumsamda lagið.

Það voru 30 atriði í Söngkeppni Samfés í ár frá jafnmörgum félagsmiðstöðvum um land allt. Undankeppni fer fram víðsvegar um landið og bestu atriðin þaðan komast áfram í lokakeppnina í Laugardalshöllinni.

Söngkeppnin er hluti af Samféshátíðinni sem fór fram í Höllinni á föstudag og laugardag. Hátíðina sóttu um 4.200 unglingar frá 95 félagsmiðstöðvum af öllu landinu sem skemmtu sér á frábæru balli á föstudagkvöldi og glæsilegri söngkeppni á laugardeginum, að sögn aðstandenda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir