Sex mánaða kynlífsbann

Cheryl Cole og Ashely Cole
Cheryl Cole og Ashely Cole AP

Girls Aloud söngkonan, Cheryl Cole, hefur sett bónda sinn, leikmann Chelsea, Ashley Cole, í sex mánaða kynlífsbann.  

Cheryl var miður sín er upp komst að Ashley hafði haldið fram hjá sér með þremur konum og borgað þeim fyrir að þegja um framhjáhaldið. Cheryl og Ashley hafa verið gift í 19 mánuði og hún hefur ákveðið að gefa honum eitt tækifæri enn með fyrrgreindum skilmálum.

Heimildarmaður sagði; „Cheryl sagði Ashley að ekkert kynlíf verði stundað í minnst sex mánuði. Hún vill að Ashley læri að meta sig að verðleikum“.

Parið hefur einnig ákveðið að endurnýja heit sín til þess að sýna öllum að þeim er virkilega annt um að láta sambandið ganga upp. „Cheryl meinti heit sín þegar þau giftust en greinilega ekki Ashley. Nú hefur hann tækifæri til að rétta sinn hlut“ sagði sami heimildarmaðurinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn til að taka til á heimilinu og gera það meira aðlaðandi. Uppákomur sem tengjast eigum annarra eru yfirvofandi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn til að taka til á heimilinu og gera það meira aðlaðandi. Uppákomur sem tengjast eigum annarra eru yfirvofandi.