Vísindakirkjan í kvinnuleit fyrir einmana Cruise

Hjónakornin Tom Cruise og Katie Holmes.
Hjónakornin Tom Cruise og Katie Holmes. Reuters

Samkvæmt heimildum slúðurblaðsins News of the World fór stórleikarinn Tom Cruise óhefðbundnar leiðir þegar hann leitaði sér að eiginkonu eftir að slitnaði upp úr sambandi hans við Penelope Cruz árið 2004.

Marc Headley, sem framleiddi fræðslu- og áróðursmyndir fyrir Vísindakirkjuna um árabil en hefur nú sagt skilið við sértrúarsöfnuðinn, segir í viðtali við blaðið að Cruise hafi leitað til yfirmanns Vísindakirkjunnar á sínum tíma og lýst yfir áhyggjum af því hve illa sér gengi að finna konu við hæfi.

Til að hjálpa einni skærustu stjörnu Vísindakirkjunnar var brugðið á það ráð að setja upp áheyrnarprufur fyrir nýja Tom Cruise-kvikmynd þar sem lýst var eftir kvenstjörnum. Tilgangurinn var aldrei að finna leikkonu fyrir kvikmynd heldur voru áheyrnarprufurnar einvörðungu ætlaðar til þess að finna konuefni handa Tom Cruise.

Konurnar sem freistuðu þess að fá hlutverk í þessari svindlkvikmynd þurftu að uppfylla viss skilyrði en þær þurftu að vera aðlaðandi, einhleypar og á þrítugsaldri.

Margar fagrar leikkonur höfðu áhuga á hlutverki í þessari nýju mynd en að lokum stóð Katie Holmes uppi sem nýja aðalleikkonan í lífi Toms Cruise.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson