Í fótspor Bítlanna á 25 ára afmæli FTT

Boðið er upp á pílagrímsför til Liverpool í tilefni af …
Boðið er upp á pílagrímsför til Liverpool í tilefni af 25 ára afmæli FTT. www.ftt.is

Í ár fagnar félag tónskálda og textahöfunda, FTT,  aldarfjórðungsafmæli og í tilefni af því hafa ýmsir viðburðir verið skipulagðir.  Hápunktur afmælisársins er pílagrímsferð til Bítlaborgarinnar Liverpool á norður-Englandi þann 30. maí -2. júní.  Meðal þess sem verður boðið upp á í ferðinni eru tónleikar með Paul McCartney á Anfield vellinum, tónleikar með Hljómum í Cavern klúbbnum og hátíðarkvöldverður með Alan Williams, fyrsta umboðsmanni Bítlanna.

Að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar, formanns FTT, ganga félagar FTT fyrir um miðakaup, en öðrum er velkomið að slást með í förina.  Hundrað miðar eru nú í boði á gjafverði fyrir félagsmenn, og fyrstur kemur fyrstur fær, að sögn Jakobs Frímanns.  Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu FTT, www.ftt.is.   

Jakob Frímann segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að mun fleiri ógnir steðji að tilverurétti tónlistarmanna en þegar félagið var stofnað og að aldrei hafi verið brýnni þörf fyrir réttindasamtök tónskálda og textahöfunda. 

Þá nefnir Jakob helst ólöglega notkun á verkum tónlistarmanna og textahöfunda og segir spjótin beinast gegn síma-og netfyrirtækjum sem skaffa tæki sem gera stuld mögulegan, en taka ekki ábyrgð á efni sem fer í gegnum þeirra pípur.  Jakob segir það helst brenna á félagsmönnum að verjast gegn ólöglegri notkun á verkum sínum.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að leita álits annarra, þótt þú sért viss í þinni sök. Líttu fyrst í eigin barm áður en þú leitar orsakanna hjá öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að leita álits annarra, þótt þú sért viss í þinni sök. Líttu fyrst í eigin barm áður en þú leitar orsakanna hjá öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes