Hvaleyrarskóli vann í kokkakeppni

Sigurliðið ásamt kennara og heilbrigðisráðherra
Sigurliðið ásamt kennara og heilbrigðisráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Hvaleyrarskóli í Hafnarfirði var hlutskarpastur í kokkakeppni grunnskólanna sem fram fór í annað sinn í dag. Keppnin var haldin í Menntaskólanum í Kópavogi og mættu lið frá rúmlega tíu skólum til keppni. Réttur Hvaleyrarskóla nefnist „Á Brokki", sem voru hrossalundir með humarhala.

Í sigurliðinu eru: Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson, Ágústa Sólveig Sigurðardóttir
og Björg Jósepsdóttir. Með þeim á myndinni er Helga Gunnarsdóttir kennari við Hvaleyrarskóla auk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra sem afhenti krökkunum verðlaunin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant