Hvaleyrarskóli vann í kokkakeppni

Sigurliðið ásamt kennara og heilbrigðisráðherra
Sigurliðið ásamt kennara og heilbrigðisráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Hvaleyrarskóli í Hafnarfirði var hlutskarpastur í kokkakeppni grunnskólanna sem fram fór í annað sinn í dag. Keppnin var haldin í Menntaskólanum í Kópavogi og mættu lið frá rúmlega tíu skólum til keppni. Réttur Hvaleyrarskóla nefnist „Á Brokki", sem voru hrossalundir með humarhala.

Í sigurliðinu eru: Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson, Ágústa Sólveig Sigurðardóttir
og Björg Jósepsdóttir. Með þeim á myndinni er Helga Gunnarsdóttir kennari við Hvaleyrarskóla auk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra sem afhenti krökkunum verðlaunin.

mbl.is