Mills óvinsæl á Ungfrú BNA

Heather Mills.
Heather Mills. Reuters

Heather Mills, fyrrverandi eiginkona Bítilsins Pauls McCartneys, fékk óblíðar móttökur á fegurðarsamkeppni Bandaríkjanna fyrir skömmu. Áhorfendur bauluðu á hana þegar hún gekk inn í salinn, en stærsti vandinn var baksviðs.

Skipuleggjendurnir gleymdu að segja Mills að keppnin yrði endursýnd í sjónvarpi og það ætlaði hún ekki að sætta sig við – nema gegn hárri greiðslu. Svo fór að samningurinn var endurskrifaður á staðnum eftir hennar egói.

mbl.is

Bloggað um fréttina