Izzard vill gerast stjórnmálamaður

Eddie Izzard.
Eddie Izzard. mbl.is

Breska grínastann Eddie Izzard langar til að hætta í Hollywood og gerast stjórnmálamaður. Izzard, sem þekktur er fyrir að klæða sig í kvenmannsföt á uppistöndum sínum, hefur löngun til að taka þátt í evrópskri pólitík og bjarga heiminum frá glötun.

 „Við verðum að láta hlutina ganga upp í Evrópu. Fólk hefur áhyggjur af því að þjóðirnar missi fullveldi sitt. Ef Evrópusambandið stendur sig ekki þá erum við í vondum málum,“ sagði Izzard.   

Á næstunni fer Izzard um Bandaríkin þar sem hann heldur áfram með „Stripped“ uppistandið sitt, sem hann ætlar að tóna aðeins niður. „Ég var í aðeins of háum hælum á síðustu ferðalögum mínum. Nú verð ég aðeins karlmannlegri. Ég mun nota smá augnmálningu en samt verður hún minni en Keith Richards notar,“ sagði Izzard.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að halda aftur af þér í innkaupum í dag, þótt ómótstæðilegur hlutur verði á vegi þínum. Sumir kasta steinum úr glerhúsi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að halda aftur af þér í innkaupum í dag, þótt ómótstæðilegur hlutur verði á vegi þínum. Sumir kasta steinum úr glerhúsi.