Sigur Rós í Abbey Road

Sigur Rós við Snæfellsskála
Sigur Rós við Snæfellsskála mbl.is/Gunnar

Fjórmenningarnir í Sigur Rós eru þessa dagana staddir í hinu fornfræga hljóðveri Abbey Road Studios í London ásamt upptökustjóranum Flood. Þar vinna þeir að upptökum á fimmtu breiðskífu sveitarinnar sem mun vera komin langt á leið. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Orra Pál Dýrason, trommuleikara sveitarinnar, í gær stóðu yfir upptökur á strengjasveit og barnakór í Hljóðveri 1 en það mun vera sérhannað fyrir stórar hljómsveita- og kóraupptökur.

Það var hins vegar í Hljóðveri 2 sem Bítlarnir unnu á árunum 1962-1970. Orri segir að það hafi sannarlega verið áhrifaríkt að stíga þar inn fæti og snerta á sömu hljóðfærum og Bítlarnir notuðu við sínar tónsmíðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson