CSI leikari handtekinn

Gary Dourdan
Gary Dourdan Reuters

Leikarinn Gary Dourdan, sem leikur Warrick Brown í þáttunum CSI: Crime Scene Investigation, hefur verið handtekinn vegna gruns um vörslu heróíns, kókaíns, alsælu taflna og lyfseðilsskyldra lyfja. Þetta kemur fram á kvikmyndavefnum IMDB.

Dourdan fannst sofandi í bílnum sínum snemma á mánudagsmorgun í Palm Springs í Kaliforníu og handtók lögregla hann eftir að hafa framkvæmt leit í bíl hans. Dourdan ku hafa verið í annarlegu ástandi þegar hann var settur í varðhald. Hann er nú laus gegn tryggingu.

Dourdan yfirgefur þáttaröðina CSI fljótlega en samkomulag þess efnis náðist á milli leikarans og framleiðenda þáttanna. Innanbúðarmenn þáttanna hafa gefið til kynna að Dourdan muni yfirgefa þættina með „stórfenglegum hætti“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Jojo Moyes