Bannað að stríða rauðhærðum

Rauðhærði töffarinn Rick Astley
Rauðhærði töffarinn Rick Astley

Mick Hucknall, söngvari bresku hljómsveitarinnar Simply Red, segir að þeir sem stríða rauðhærðum vegna þess hvernig hár þeirra er á litinn séu engu betri en rasistar.

„Þegar fólk er uppnefnt af því að það er rauðhært er það ekkert annað en einelti,“ segir söngvarinn sem er að sjálfsögðu rauðhærður.

„Það veldur mér miklum áhyggjum að hugsa um sjö ára gömul rauðhærð börn sem verða fyrir einelti á leikvöllum, eingöngu út af því hvernig hár þeirra er á litinn. Þetta er eins og rasismi, kannski ekki alveg það sama, en hugsunin er þó sú sama,“ segir Hucknall sem átti meðal annars í ástarsambandi við leikkonuna Catherine Zeta Jones um tíma. Hann telur að fólk stríði honum út af afbrýðisemi.

„Sannleikurinn er sá að ef maður nýtur velgengni, hefur selt margar plötur og sofið hjá miklum fjölda fallegra kvenna verður sumt fólk afbrýðisamt.“ segir Hucknall, en fyrsta sólóplata hans, A Tribute To Bobby, kemur út 19. maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur réttlætt allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur síðastliðnar tvær vikur og hugsanlega verður ætlast til þess af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Steindór Ívarsson
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur réttlætt allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur síðastliðnar tvær vikur og hugsanlega verður ætlast til þess af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Steindór Ívarsson
4
Patricia Gibney