Verstu ljóð í heimi á uppboði

William McGonagall.
William McGonagall.

Skotinn William McGonagall var á sínum tíma af mörgum talinn vera versta ljóðskáld í heimi. En hann gæti nú verið að fá uppreisn æru því ljóðabækur eftir hann verða seldar á uppboði í dag og gætu selst fyrir jafnvirði allt að milljón króna.

McGongall fæddist í Edinborg árið 1825 og lést árið 1902. Hann starfaði sem vefari en gaf út tugi ljóðakvera og las stundum úr þeim opinberlega og uppskar aðallega háð og spott. Hann fjallaði í kvæðum sínum aðallega um skoskar orrustur og valdaafmæli Viktoríu drottningar. Einkum naut hann þess að skrifa um dauða og hörmungar og frægasta ljóð hans er um mikið lesarslys, sem varð á brúnni yfir ána Tay árið 1879:

So the train mov'd slowly along the Bridge of Tay,
Until it was about midway,
Then the central girders with a crash gave way,
And down went the train and passengers into the Tay...

segir í einu erindinu: Hægt væri að þýða það svona:

Lest yfir Tay í sínum hægðum silast
sér á brúna miðja hafði skilast
Þá burðarbitarnir brotnuðu með harki
og bein og lest í ána féllu með slarki

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir Alex Dove, frá uppboðshúsinu Lyon and Turnbull,  að McGonagall hafi ekki byrjað að yrkja fyrr en hann var 47 ára en þá hafi raddirnar í höfði hans tilkynnt honum að hann væri reiðubúinn til mikilla afreka á því sviði. Hann hafi talið sig vera fremsta skáld Bretlands og reynt að koma ljóðum sínum á framfæri með því að lesa þau á götum Dundee. Fólk hafi hent að honum gaman og kastað í hann káli og öðru grænmeti. 

McGonagall var stakur bindindismaður og notaði ljóð sín til að koma þeim boðskap á framfæri og vara lesendur sína við hættum áfengisneyslunnar:

Oh, thou demon Drink, thou fell destroyer;
Thou curse of society, and its greatest annoyer.
What hast thou done to society, let me think?
I answer thou hast caused the most of ills, thou demon Drink.

(Þú djöfulsdrykkur, óféts eyðandi kraftur
Ergjandi vandi, þjóðar bölvaður grikkur
Hvaða mein hefur þú unnið þjóðinni, ég hugsa mig um enn og aftur?
Og ansa að þú hefur valdið hinu mestu böli, þú djöfulsdrykkur.)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant