Kynlífsgjörningur í uppnámi

Marina Abramovic
Marina Abramovic mbl.is/Árni Sæberg

Eitt af athyglisverðari atriðum Listahátíðar Reykjavíkur í ár er sambræðingur kynlífsráðgjafans Dr. Ruth og „ömmu gjörningalistarinnar“ Marinu Abramovic frá fyrrverandi Júgóslavíu. Gjörningur þeirra er hluti af Tilraunamaraþoni hátíðarinnar og fer fram á sunnudag í Listasafninu. Eitthvað hefur þeim gengið illa að ná saman um hvernig verkið eigi að vera og á föstudag var gjörningurinn í uppnámi og þær höfðu náð litlu sem engu samkomulagi.

„Þetta er í smá uppnámi en það bara kristallar fegurðina við svona tilraunamennsku,“ sagði Marina í gær. „Ég hitti Dr. Ruth fyrst á fimmtudaginn. Ég kynnti mig og hugmyndina mína en hún tengdi sig ekkert við hana. Skildi ekki hvert ég var að fara. Hugmynd mín var að við sætum báðar við borð með stórum rauðum síma sem hringdi á fimm mínútna fresti. Á línunni áttu að vera frægir listamenn, svo sem Frida Kahlo eða Kafka, að spyrja hana ráða um kynlíf sitt. Hún þvertók fyrir þetta og sagðist ekki hafa neinn áhuga. Hún sagði að sitt starf væri að leysa vandamál. Að hún gæti sagt mér hvaða stelling myndi henta mér best, og ekkert annað.“

Kynlífstal við ömmu

Marina tekur þó fram að gjörningalistin verði mikið til í núinu. Þar sem þær eiga ekki að sýna fyrr en á sunnudag sé því nægur tími til stefnu í undirbúning á því litla sem hægt sé að undirbúa. Marina segist ætla að fara varlega að henni þar sem hún sé öldruð sjónvarpsstjarna, og því eflaust ekki vön svo opnu umhverfi þar sem mikið sé um lausa enda. Það er augljóst að Marina ber mikla virðingu fyrir Dr. Ruth.

„Þegar ég var ung heillaðist ég af Dr. Ruth í sjónvarpinu. Dáðist að því hversu opin hún var varðandi kynlíf. Þar sýndi hún hvernig ætti að fróa sér og hvernig ætti að snerta typpi. Samt er hún pínulítil kona með austurrískan hreim sem minnti mig á ömmu. Ég skammaðist mín smá að horfa, því ég gat ekki ímyndað mér að heyra ömmu tala um kynlíf. Á mínu heimili var sneitt framhjá þessu umræðuefni. Þess vegna fannst mér hún hugrökk.“

Dr. Ruth með eina af bókum sínum.
Dr. Ruth með eina af bókum sínum. mbl.is/Árni Sæberg
Einn af gjörningum Marinu.
Einn af gjörningum Marinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Angela Marsons
5
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst það skylda þín að deila vitneskju þinni með öðrum. Ekki gefast upp þó á móti blási, vindinn lægir aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Angela Marsons
5
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst það skylda þín að deila vitneskju þinni með öðrum. Ekki gefast upp þó á móti blási, vindinn lægir aftur.