Ísland áfram í Eurovision

Regína Ósk og Friðrik Ómar sungu sig inn í hjörtu …
Regína Ósk og Friðrik Ómar sungu sig inn í hjörtu Evrópubúa í kvöld. AP

Framlag Íslands í seinni undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í kvöld, er komið áfram áfram í úrslitakeppnina sem fram fer á laugardag. Þau Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig með stakri prýði á sviðinu í Belgrad og sungu sig inn í lokakeppnina.

Alls komust 10 þjóðir áfram en auk Íslands komst Svíþjóð, Danmörk, Króatía, Úkraína, Albanía, Georgía, Lettland, Tyrkland og Portúgal í úrslitin.

Alls munu 25 þjóðir taka þátt á laugardag. Athygli vekur að allar Norðurlandaþjóðirnar komust áfram í ár, en Norðmenn og Finnar komust áfram úr fyrri undankeppninni sem fram fór í Belgrad á þriðjudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson