„Getum alveg unnið þetta"

Frá blaðamannafundi á hótelþaki í Belgrad.
Frá blaðamannafundi á hótelþaki í Belgrad. mbl.is/Dagur

„Ef við stöndum okkur jafnvel og í forkeppninni getum við alveg unnið þetta,” sagði Friðrik Ómar á samnorrænum blaðamannafundi sem haldinn var í Belgrad í gær. Hann sagðist lika vera mjög ánægður með að lenda í 11. sæti í röðinni í keppninni í kvöld.

Á samnorrænum blaðamannafundi í Belgrad ríkti í fyrstu ringulreið og höfðu sænsku skipuleggendunum hugsanlega ekki gert sér grein fyrir þeim mikla áhuga sem norrænu lögin í Evróvisjón hafa vakið hér. Á litlum þakgarði á hótel In skammt frá Beograd Arena varð troðningur ljósmyndara og tökumanna svo mikill að þeir sem fremsti voru duttu og áttu fullt í fangið með að troðast ekki undir þegar tónlistarmennirnir komu á svæðið.

Norrænt kaos á blaðamannafundi 

Fljótlega kom í ljós að þakgarðurinn var of lítill til að halda vitrænan blaðamannafund og var fjölmiðlafólki sagt að bíða í anddyri hótelsins og þangað fóru síðan tónlistarmennirnir og flestir þeirra stoppuðu aðeins til að spjalla við blaðamenn. Þó ekki allir, Finnska hljómsveitin Teräsbetoni hvarf fljótt á braut og Charlotte hin sænska lét einungis útvalda fréttamenn frá Finnlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi fá einkaviðtöl í veitingasal hótelsins á áttundu hæð.

Norskur blaðamaður spurði Eurobandið hvernig það væri fyrir þau sem evróvisjónaðdáendur að vera komin í úrslitin. „Það er eins og draumur sem rætist fyrir okkur. Við stofnuðum þessa hljómsveit og spilum einungis evróvisjón lög allt árið um kring og við viljum ferðast um Evrópu með þá dagskrá og þetta er liður í því,” sagði Friðrik Ómar.

Ætla að spila finnska lagið 

Eruð þið ekki hrifin af finnska laginu? „Það er öðruvísi en hin lögin en það er frábært, við ætlum að æfa það upp með hljómsveitinni, það er alveg á hreinu, við ætlum að taka öll norrænu lögin í ár,” sagði Friðrik Ómar.
 

Hvaða lag í keppninni fyrir utan ykkar þykir ykkur vera sigurstranglegt? „Serbía er með ákaflega fínt lag, alþjóðleg ballaða sem er mjög falleg,” sagði Regína Ósk. En er meiri pressa á þeim nú þegar þau eru komin í úrslitakeppnina? „Nei, bara öðruvísi. Við stefnum að sjálfsögðu á toppsætið en ég verð ekki reiður ef það næst ekki,” sagði Friðrik Ómar sem bætti því við að allur framgangur þeirra eftir að þau komust upp úr forkeppninni litu þau á sem bónus og hann sagðist ekki verða reiður eða sár ef þau ynnu ekki.

Evróvisjónbærinn Dalvík 

„Ég held að Dalvíkingar séu búnir að sýna það og sanna að það er mjög gaman að búa þar og hugsa að ég fari að leita mér að húsi á Dalvík til að styrkja ræturnar. Þetta er svo gott fólk sem býr þarna,” og sagðist vel geta hugsað sér að opna einhverskonar Evróvisjónmiðstöð þar.

Mesta mildi að enginn fór fram af þakbrúninni.
Mesta mildi að enginn fór fram af þakbrúninni. mbl.is/Dagur
Norrænir blaðamenn höfðu mikinn áhuga á Eurobandinu.
Norrænir blaðamenn höfðu mikinn áhuga á Eurobandinu. mbl.is/Dagur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin