Nýtt íslenskt sjónvarpsefni

Í sumar hefjast tökur á leikinni sjónvarpsmynd sem að mestu verður tekin upp í Jökulfjörðum en einnig á Ísafirði. Vestfirskir kvikmyndagerðarmenn standa að verkefninu. Ríkissjónvarpið hefur þegar gefið vilyrði til sýninga, að því er fram kemur á bb.is Baugur og menningarráð Vestfjarða styrkja verkefnið og takist vel til er í bígerð að gera átta þætti alls og yrði hver þáttur tæp klukkustund að lengd.

Fyrsta myndin, Eitur í æðum, fjallar um lækni sem nýkominn er á eftirlaun og syrgir að auki nýlátna konu sína. Í óyndi sínu ákveður hann að stytta líf sitt og í þeim erindagjörðum dvelst hann í afskekktu sumarhúsi sínu. Fyrirætlun hans breytist snarlega þegar óvænta gesti ber að garði.

Af innlendum leikurum má nefna Theodór Júlíusson sem fer með aðalhlutverkið en frá Danmörku kemur Bjarne Henriksen sem er kunnur fyrir hlutverk sitt í Forbrydelsen.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.