Sébastien Tellier á leið til Íslands

Sébastien Tellier á sviðinu í Belgrad.
Sébastien Tellier á sviðinu í Belgrad. Reuters

Tónlistarmaðurinn Sébastien Tellier heldur tónleika ásamt hljómsveit á Íslandi þann 28. ágúst. Tellier vakti mikla athygli um síðustu helgi þegar hann var fulltrúi Frakka í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.  Landsmenn voru ánægðir með flutning Telliers í keppninni en framlag hans fékk átta stig frá Íslandi. 

Lag Telliers í Evróvision vakti deilur í heimalandi hans þar sem hann kaus að syngja lagið á ensku. Fyrir keppnina sagði hann þjóð sína skiptast í tvær fylkingar í afstöðu til lagsins „Divine“, og sagði að þeir íhaldssömustu hafi viljað að lagið væri flutt á frönsku.

Í tilkynningu frá aðstandendum tónleikanna kemur fram að  Tellier er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum en árið 2001 gaf hann út sína fyrstu breiðskífu, L'incroyable Vérité (Hinn ótrúlegi sannleikur) og í kjölfarið hitaði hann upp fyrir Air á miklu tónleikaferðalagi um heiminn.  Guillaume Emmanuel Paul de Homem-Christo, annar helmingur Daft Punk, annast útsetningu nýjustu afurðar Telliers, sem ber heitið Sexuality.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths