Sébastien Tellier á leið til Íslands

Sébastien Tellier á sviðinu í Belgrad.
Sébastien Tellier á sviðinu í Belgrad. Reuters

Tónlistarmaðurinn Sébastien Tellier heldur tónleika ásamt hljómsveit á Íslandi þann 28. ágúst. Tellier vakti mikla athygli um síðustu helgi þegar hann var fulltrúi Frakka í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.  Landsmenn voru ánægðir með flutning Telliers í keppninni en framlag hans fékk átta stig frá Íslandi. 

Lag Telliers í Evróvision vakti deilur í heimalandi hans þar sem hann kaus að syngja lagið á ensku. Fyrir keppnina sagði hann þjóð sína skiptast í tvær fylkingar í afstöðu til lagsins „Divine“, og sagði að þeir íhaldssömustu hafi viljað að lagið væri flutt á frönsku.

Í tilkynningu frá aðstandendum tónleikanna kemur fram að  Tellier er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum en árið 2001 gaf hann út sína fyrstu breiðskífu, L'incroyable Vérité (Hinn ótrúlegi sannleikur) og í kjölfarið hitaði hann upp fyrir Air á miklu tónleikaferðalagi um heiminn.  Guillaume Emmanuel Paul de Homem-Christo, annar helmingur Daft Punk, annast útsetningu nýjustu afurðar Telliers, sem ber heitið Sexuality.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant