Segir Liverpool víkingaborg

Bítlarnir - Fyrsta fræga „íslenska“ hljómsveitin?
Bítlarnir - Fyrsta fræga „íslenska“ hljómsveitin? HO

Stór hluti íbúa Liverpool-svæðisins á ættir að rekja til norskra víkinga og keltneskra kvenna. Örnefnin leyna sér heldur ekki: Þórsteinstún, Kjarrdalur og Þingvöllur.

Frændur sækja frændur heim og Íslendingar flykkjast nú til Liverpool sem aldrei fyrr. Flestir fara í pílagrímsferð á slóðir Bítlanna sem hafa verið dáðir hér á landi í fjóra áratugi.

Stephen Harding segir þetta ofur eðlilegt. „Við erum náskyldir. Þið eruð komnir af Norðmönnum sem fluttust til Íslands og tóku með sér keltneskar konur. Við erum hins vegar komnir af norskum víkingum sem settust að á Wirralskaga árið 902. Það er því ofur eðlilegt að Íslendingar hrífist af menningu Liverpool því að við höfum erft það besta frá formæðrum okkar og feðrum.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.