Britney sögð líta vel út

Britney Spears skemmti sér nýlega í á baðströnd í Kosta ...
Britney Spears skemmti sér nýlega í á baðströnd í Kosta Ríka. Reuters
Bandaríska söngkonan Britney Spears er sögð líta mjög vel út í nýju tónlistarmyndbandi sem hún kemur fram í, en myndbandið er við lag hljómsveitarinnar Pussycat Dolls, „When I Grow Up“.

Í myndbandinu má sjá Spears keyra um á bláum Chevy Impala-blæjubíl.

„Myndbandið er rosalega flott og Britney lítur mjög vel út í því og er ákaflega kynþokkafull,“ segir heimildarmaður.

Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem söngkonan vinnur með Pussycat Dolls því hún kom fram með sveitinni í afmæli eldri bróður síns fyrir nokkru.

Bloggað um fréttina