Ívar Örn Sverrisson: Fór í heimsreisu í feðraorlofinu

Ívar Örn Sverrisson
Ívar Örn Sverrisson mbl.is/Golli

Ívar Örn Sverrisson, leikari og einn af umsjónarmönnum Stundarinnar okkar, nýtti feðraorlofið í að fara í heimsreisu með konu sinni og börnum þeirra tveimur, Arngrími, fjögurra ára, og Eyrúnu ellefu mánaða. Þau fóru úr regnskógum Mexíkó í hlíðar Los Angeles.

„Ég tók mér þriggja mánaða fæðingarorlof sem ég hef gert áður, og í þetta skiptið langaði mig til að vera annars staðar en heima. Konan mín var til í að fara í heimsreisu með mér og krökkunum þannig að við slógum til. Við byrjuðum syðst í Mexíkó og ætluðum að þræða okkur norður í gegnum landið og enda svo í Kaliforníu. Það var svona grófa planið,“ segir Ívar Örn Sverrisson, leikari og annar umsjónarmanna í Stundinni okkar á Rúv.

Fáir ákveðnir gististaðir

Ívar og kona hans, Arna Ösp Guðbrandsdóttir, höfðu ákveðið að vera í einn mánuð í Mexíkó og tvo í Kaliforníu. „Við reyndum að byrja eins sunnarlega og við gátum í Mexíkó og byrjuðum á því að fljúga til Cancún. Þaðan tókum við bát yfir á eyju sem heitir Isla Mujeres og þar er ekki eins þróaður túrismi, svolítil Kúbustemning og allt mjög afslappað. Við vorum á eyjunni í nokkra daga og þar var í rauninni eini fyrirfram ákveðni gististaðurinn okkar í Mexíkó. Eftir dvölina þar héldum við á meginlandið og leigðum bíl og keyrðum inn í Yucatán-skagann og í gegnum regnskóginn sem er þar,“ segir Ívar. „Yfirleitt mættum við bara í bæina og redduðum gistingunni á staðnum. Ég tala spænsku og það hjálpaði mikið til en þetta gat orðið verulega spennandi, sérstaklega í kringum páskahelgina, en þá streyma bandarískir ferðamenn í frí til landsins.“
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson