Kraumur styður tónleikhald í sumar

Kraumur kynnti í hádeginu í dag á Iðnó stuðning sinn tónleikahald innanlands í tengslum við Innrásina, nýtt átak sem hefur það að markmiði að greiða leið tónlistarmanna til tónleikahalds á landsbyggðinni. Alls hljóta fimm tónleikaferðir og 14 flytjendur -stuðning frá Kraumi, samkvæmt tilkynningu.

Starfsemi Kraums var sett á laggirnar í upphafi árs af Aurora velgerðasjóð. Kraumur hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan.

Á yfirstandandi starfsári er Kraumur m.a. að styðja við útrás og tónleikaferð Mugison, tónleikahald Amiinu innanlands, verkefni Víkings Heiðars Ólafssonar og plötuútgáfu Skakkamanage, Celestine, Diktu, FM Belfast, Ólafar Arnalds og Elfu Rúnar Kristinsdóttur.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson