Megas loksins á Iceland Airwaves

Megas.
Megas. mbl.is/Golli

„Þetta bara æxlaðist þannig að þeir töluðu við okkur og við töluðum við þá. Ég veit ekki hvað á að segja um hvor hafi boðið hvorum en þetta hefur oft verið í umræðunni hjá okkur í gegnum árin að það væri svolítið asnalegt ef Megas væri ekki með,“ segir Árni Einar Birgisson, framkvæmdastjóri Airwaves, en það var formlega tilkynnt í gær að Megas og Senuþjófarnir myndu koma fram á Iceland Airwaves-hátíðinni sem hefst 15. október.

Árni segir að það sé mikill fengur fyrir tónleikahaldara að hafa getað bætt Megasi við þann góða hóp tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. „Hann hefur haft mikil áhrif á tónlistarlífið á Íslandi og þá sérstaklega hjá þeim sem flytja tónlist eins og spiluð er á Airwaves.“

Alls sóttust um 200 íslenskar hljómsveitir eftir því að fá að leika á Airwaves en það mun vera heldur minna en á síðasta ári. Á meðal þeirra sem stíga á stokk eru sveitir á borð við Hjálma, Gus Gus, Sprengjuhöllina, Dr. Spock og Jeff Who? ásamt mörgum öðrum stórum sem smáum sveitum. 

Líkt og fyrri ár hafa erlendar hljómsveitir sótt það stíft að fá að leika á Airwaves. Alls sóttust um 700 listamenn, frá öllum heimshornum, eftir því að leika á Airwaves. Þeirra á meðal eru sveitir á borð við CSS, Munich, Simian Mobile Disco og The Young Knives. Árni segir þó að tónleikahaldarar lumi á nokkrum trompum sem verði tilkynnt síðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finnist þér of miklar kröfur vera gerðar til þín gæti það reynst þér nauðsynlegt að komast í burtu um tíma. Hafðu vaðið fyrir neðan þig þegar þú semur um eitthvað.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finnist þér of miklar kröfur vera gerðar til þín gæti það reynst þér nauðsynlegt að komast í burtu um tíma. Hafðu vaðið fyrir neðan þig þegar þú semur um eitthvað.