Bubbi: „Hef hlutina fyrir mig"

Bubbi segir að ef DV segir að hann eigi von ...
Bubbi segir að ef DV segir að hann eigi von á barni þá sé það bara þannig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég nenni ekki að elta ólar við DV eða Séð og heyrt eða hvað sem þetta heitir," sagði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Í DV í dag segir að Bubbi og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiginkona hans, eigi von á barni og er vísað í væntanlega umfjöllun um málið í Séð og heyrt.

„Ég hef hlutina bara fyrir mig, ef DV segir þetta þá er það bara þannig," sagði Bubbi í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina