Ísbjörn til Reykjavíkur

Þorgrímur Þráinsson
Þorgrímur Þráinsson mbl.is/G. Rúnar

Ófáir hafa talið sig sjá þriðja ísbjörninn þótt enn hafi aðeins fengist staðfesting á komu tveggja slíkra í sumar. En sá þriðji verður loks opinberaður í haust í nýrri barnabók Þorgríms Þráinssonar, Þriðji ísbjörninn.

Í bókinni rænir téður björn nesti ungra barna, sem snúa á bangsa með því að lokka hann inn í hjólhýsi og loka hann þar inni. Hjólhýsið er svo fararskjóti bjarnarins suður í höfuðborgina þar sem Reykvíkingar fá loksins ísbjörn í heimsókn sjálfir.

Á ísbjarnarslóðum í sumar

„Ég var á ísbjarnarslóðum þegar báðir ísbirnirnir komu á land,“ segir Þorgrímur um kveikju skrifanna, en hann var staddur á Skagaströnd að vinna að kvikmyndahandriti. Í bókinni deilir hann nokkuð á þá hysteríu sem fyrri ísbirnir sumarsins ollu. „Á meðan allir eru að tala um bangsa litla og verndunarsjónarmið birtist allt í einu ísbjörn í Reykjavík og þá er þetta kannski ekki jafn sætur bangsi og margir vilja vera láta,“ segir Þorgrímur sem er að vinna að sérverkefnum fyrir heilbrigðisráðherra núna en stefnir á áframhaldandi skrif eftir það. 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.