Vilja lána líkamann

Snorri Ásmundsson
Snorri Ásmundsson mbl.is

Á annan tug manna hefur haft samband við myndlistarmanninn Snorra Ásmundsson vegna auglýsingar þar sem hann óskaði eftir því að fá að nota jarðneskar leifar fólks í myndbandsverk. Nokkrir hinna áhugasömu eru dauðvona.

Friðbjörn E. Garðarsson hdl., lögfræðingur Snorra, segir lagalega hlið málsins í sjálfu sér ekki svo flókna. Snorri leitaði til hans varðandi hana.

Friðbjörn segir bestu leiðina líklega þá að viðkomandi lýsi yfir, í votta viðurvist, að vilji hans sé að Snorri noti líkama hans eftir dauðann í tiltekna listsköpun. Yfirlýsing þessa eðlis, um hinsta vilja, verði undirrituð og vottarnir staðfesti andlegt hæfi og heilsufar viðkomandi. Í texta yfirlýsingarinnar yrði tekið fram hvað ætti að gera við líkið og jafnvel enn mikilvægara að fram kæmi hvað ekki mætti gera við það.

Í þágu vísinda eða listar

Friðbjörn segir það alþekkt á Íslandi að menn gefi líkama sinn til læknisfræðirannsókna, í þágu vísindanna. „Ég sé í sjálfu sér engan mun á því að gefa líkama sinn í þágu vísindanna og í þágu listarinnar,“ segir Friðbjörn. Lagalega séð sé ekki flókið að útbúa yfirlýsinguna.

„Þetta vekur fyrst og fremst siðferðilegar spurningar. Það er nú bara einu sinni þannig, í allri lögfræði, að það er gengið mjög langt í að verða við hinsta vilja manna.“

Friðbjörn bendir á að eftir eigi að koma í ljós hverjum hinna áhugasömu sé alvara. „Honum er fúlasta alvara,“ segir hann um Snorra. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson