Phelps skrifar bók

Michael Phelps
Michael Phelps AP

Bandaríska sundstjarnan Michael Phelps ætlar að skrifa bók þar sem hann segir söguna á bak við sögulegan árangur hans í sundi á Ólympíuleikum. Phelps vann til átta gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking líkt og kunnugt er og þar með samtals unnið 14 ólympíugull á ferlinum. Bókin verður gefin út í desember.

Í bókinni sem hefur fengið nafnið Built to Succeed mun Phelps einnig lýsa sálfræðinni sem hann beitir í keppni og þjálfun. Jafnframt mun hann lýsa uppvaxtarárum sínum en hann er alinn upp af einstæðri móður, og hvernig hann hefur tekist á við athyglisbrest sem hrjáir hann.

Skólaganga Michaels Phelps var ekki auðveld, sérstaklega ekki í fyrstu. Hann átti erfitt með að halda athygli og meðtaka upplýsingar og var stöðugt truflandi í kennslustundum. Einn af kennurum Phelps í æsku ráðlagði móður hans að leita til læknis og kom í ljós við níu ára aldur að Michael Phelps var með bæði athyglisbrest og ofvirkni, sem í daglegu tali er kallað ADHD.

Einkenni ADHD lýsa sér þannig að börn og unglingar sem haldin eru röskuninni eiga erfitt með að einbeita sér að viðfangsefnum sínum, ekki síst ef verkefnið krefst mikillar einbeitingar. Það þarf oft átak til að koma þeim til verks og lítið þarf til að trufla þau. Oft á tíðum brestur athyglin í miðjum klíðum og það verkefni sem barnið eða unglingurinn hafði fyrir höndum gleymist. Þá er hvatvísi oft einkennandi sem getur orðið til þess að hlutir eru framkvæmdir án nokkurrar hugsunar út í afleiðingarnar, jafnvel þótt verknaður gæti komið barninu eða unglingnum í vandræði eða hættu.

Það að Michael Phelps skyldi greinast með ADHD-röskunina fékk nokkuð á móður hans, Debbie Phelps. „Ég ætlaði mér að afsanna allt og sýna öllum að þeir hefðu rangt fyrir sér. Ég vissi að ef ég ynni rétt með Michael gæti hann fest hug sinn við hvað sem er,“ sagði Debbie í viðtali við tímarit aðstandenda barna með athyglisbrest

Við sjö ára aldur hóf Michael að æfa sund. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig, því strákurinn vildi alls ekki blotna í framan. Málamiðlunin varð að lokum að hann skyldi einblína á að stunda baksund. Það lærði hann að gera vel og náði góðum árangri og var fljótlega farinn að synda allar tegundir af sundi.

Áfram gekk þó illa í skólanum hjá Phelps og gekk honum sérstaklega illa að lesa og gjörsamlega þoldi ekki lestur. Til að vekja áhuga hans á lestri voru honum fengnar íþróttasíður dagblaða og bækur um íþróttir til að ná tökum á lestrinum. Látinn lesa það sem hann hafði áhuga á. Michael hélt ekki einbeitingu heldur þegar kom að stærðfræði en móðir hans réð kennara í verkið sem setti stærðfræðidæmin upp á annan máta. „Ég fékk kennarana til að búa til dæmi þar sem hann þurfti að reikna hvað tæki langan tíma að synda 500 metra ef þú syntir þrjá metra á hverri sekúndu, og annað í líkingu við þetta,“ sagði Debbie.

Lærði að vinna með skapið

Hún hjálpaði syni sínum einnig mikið við sundið og að vera einbeittur á þeim vettvangi. „Þegar Michael var 10 ára lenti hann einu sinni í öðru sæti á sundmóti. Við það varð hann svo brjálaður að hann sleit sundgleraugun sín og grýtti á sundlaugarbakkann. Á heimleiðinni reyndi ég að kenna honum að sönn íþróttamennska hefði jafnmikið að segja og það að vinna sigra. Við komum okkur svo upp ákveðnu merki sem ég gaf honum af áhorfendapöllunum alltaf þegar hann virtist eiga stutt í það að missa stjórn á skapi sínu. Hann gaf mér þetta merki síðan einu sinni þegar ég undirbjó matarboð í miklu stressi,“ sagði móðir hans sem er sannfærð um það að maður viti aldrei nógu vel hvort hlutirnir hafi síast inn fyrr en þeir eru farnir að snúast við.

Sundið vann hug hans allan

Smám saman átti sundið allan hug Michaels Phelps. Hann setti sér markmið og var harður við sjálfan sig þegar kom að æfingum. Eitt af markmiðum hans var að missa aldrei úr æfingu og meira að segja á jólunum er sundlaugin fyrsti viðkomustaður Phelps og þangað fer hann glaður í bragði.

Debbie segir í viðtali við umrætt tímarit að hún hafi tamið sér að hlusta alltaf á son sinn. „Þegar Michael var 12 ára sagðist hann vilja hætta á lyfjunum sem hann var á samkvæmt læknisráði vegna ADHD-röskunarinnar. Þrátt fyrir að læknar og sérfræðingar ráðlegðu mér eindregið að halda honum á lyfjunum ákvað ég að verða við ósk hans. Þar sem Michael hafði svo mikið að gera í sundinu og það hafði mikil áhrif á líf hans tókst honum að spjara sig fínt og einfaldlega af því hvað mikið var að gera hjá honum tókst honum að halda einbeitingu án lyfjanna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
3
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
3
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.