Hætt með kærastanum

Natalie Portman
Natalie Portman Reuters

Bandaríska leikkonan Natalie Portman er hætt með kærasta sínum, þjóðlagasöngvaranum Devendra Banhart. Sambandið entist fremur stutt, eða í hálft ár, en þau kynntust í mars þegar Portman lék í myndbandi við lag Banharts – „Carmensita“.

Portman flutti nýverið frá New York til Los Angeles til þess að geta varið meiri tíma með kærastanum, en allt kom fyrir ekki.

„Natalie og Devendra eru hætt saman. Þau ætla að vera vinir áfram, en þau þurfa allavega einhvern tíma hvort frá öðru,“ sagði heimildarmaður í samtali við tímaritið In Touch Weekly.

Portman og Banhart eru bæði 27 ára gömul. Portman hefur áður átt í ástarsamböndum við menn á borð við Jake Gyllenhaal, Zach Braff og Gael Garcia Bernal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.