Harðfiskur og kynlíf

Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Jóna Hlíf Halldórsdóttir Brooks Walker

„Það er húmor í þessu, ég verð með risastóran kaðal sem hægt er að róla sér í, það verk heitir Fyrsta fullnægingin, segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir sem opnar sýninguna Full af engu – Plenty of nothing í Hafnarhúsinu í dag. „Verkin mín eru oft mjög kynferðisleg og ég held þeim tóni áfram. Þetta er svo stór hluti af lífi okkar og því hvernig við högum okkur. Harðfiskur kemur líka við sögu á sýningunni, því hann er bæði fallegur og þjóðlegur.“

Jóna Hlíf vinnur áfram með hugmyndir sem hún hefur verið að fást við á síðustu sýningum, en nú leggur hún áherslu á konuna. „Sýningin fjallar um hvernig konan bjargar sér út frá hvernig hún er og hvernig litið er á hana,“ segir Jóna Hlíf. „Hvernig hún er sterk og bjargar sér úr aðstæðum sem henni er stundum þröngvað í.“

Sýningin samanstendur af stóru textaverki og tveimur stórum ljósmyndum. Jóna sótti innblástur í bókina Kajak, drekkhlaðinn af draugum sem er safn þjóðsagna inúíta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér. Hvað viltu fá út úr lífinu? Skrifaðu markmið þín niður, því þannig rætast þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér. Hvað viltu fá út úr lífinu? Skrifaðu markmið þín niður, því þannig rætast þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin