Reykjavík Rotterdam vel tekið

Óskar Jónasson með konu sinni Evi Maríu og dóttur þeirra ...
Óskar Jónasson með konu sinni Evi Maríu og dóttur þeirra Matthildi hag
Viðhafnarfrumsýning á spennumyndinni Reykjavík Rotterdam var haldin í Háskólabíói í gærkvöldi. Um er að ræða nýjustu kvikmynd Óskars Jónassonar sem skrifaði handritið að myndinni ásamt Arnaldi Indriðasyni. Með aðalhlutverkin fara þeir Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson.

Stóri salurinn í Háskólabíói var troðfullur, og má því ætla að um eitt þúsund manns hafi verið á frumsýningunni. Myndinni var ákaft fagnað og var ekki annað að heyra á gestum en að þeir væru mjög ánægðir með það sem fyrir augu bar. Að sýningunni lokinni var slegið upp veislu á B5 og stóð hún enn yfir þegar blaðið fór í prentun.

Reykjavík Rotterdam fer í almennar sýningar á föstudaginn.