Mills fær kaldar kveðjur

Heather Mills og Paul McCartney.
Heather Mills og Paul McCartney. AP

Paul McCartney sendir fyrrverandi eiginkonu sinni, Heather Mills, kaldar kveðjur í nýju lagi sem kallast „Nothing Too Much, Just Out Of Sight“.

Þetta er haft eftir fréttavefnum Bang Showbiz sem segir að þessum ljóðlínum sé beint til Mills: „Það síðasta sem þú gerðir var að reyna að svíkja mig. Það rennur mér seint úr minni.“

Og síðar í laginu: „Ég man þig vel. Þú sveikst mig. Ég stóðst ekki töfrana.“ Lagið endar svo á þessum línum: „Og nú átt þú fé en enga mannasiði.“ Í ljósi skilnaðarsögu McCartneys og Mills dylst það engum að þessum orðum er beint að Mills.

Nýja lagið kemur út á næstu plötu Fireman, Electric Arguments sem er hliðarverkefni McCartneys og upptökustjórans Youth og kemur út á vegum One Little Indian í næsta mánuði. Youth og McCartney hafa áður sent frá sér tvær ósungnar plötur undir Fireman-nafninu.

Bloggað um fréttina