Reykjavík Rotterdam heldur velli í kreppunni

Baltasar Kormákur og Þröstur Leó Gunnarsson í myndinni Reykjavík-Rotterdam.
Baltasar Kormákur og Þröstur Leó Gunnarsson í myndinni Reykjavík-Rotterdam.

Þótt nokkuð margar nýjar myndir hafi verið frumsýndar í íslenskum kvikmyndahúsum fyrir helgi hélt íslenska stórmyndin Reykjavík Rotterdam stöðu sinni sem tekjuhæsta myndin á landinu, aðra helgina í röð. Alls skelltu 3.333 sér á myndina um helgina sem skilaði tæpum fjórum milljónum króna í kassann. Frá því myndin var frumsýnd hafa rúmlega 13 þúsund manns séð hana og eru tekjurnar nú komnar í 14 milljónir króna.

Gamanmyndin The House Bunny kom sér vel fyrir í öðru sætinu með 2.700 gesti um helgina og tekjur upp á 2,3 milljónir króna. Myndin fjallar um ljóskuna Shelley Darlington sem lifir tiltölulega áhyggjulausu lífi í Playboy-setrinu, allt þar til einn góðan veðurdag að henni er kastað á dyr.

Nálgast 100 milljónir

Þótt ótrúlegt megi virðast er Mamma Mia! eitthvað að gefa eftir en myndin er nú komin niður í þriðja sæti bíólistans. 1.172 fóru á myndina um helgina sem verður að teljast nokkuð gott miðað við að hún er búin að vera á lista í þrjá og hálfan mánuð – geri aðrir betur. Á þeim tíma hafa 114.365 séð myndina og eru tekjurnar alveg að detta í hundrað milljónirnar – eru í rétt tæpum 99 milljónum þegar þetta er skrifað.

Loks vekur athygli að spennumyndin Righteous Kill nær aðeins áttunda sætinu með 690 gesti um helgina. Myndin skartar tveimur af stærstu leikurum Hollywood, þeim Robert DeNiro og Al Pacino, og ætti því að trekkja að. Ástæðan er þó líklega sú að myndin hefur víða fengið afleita dóma og sem dæmi má nefna að hún fær aðeins eina stjörnu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant