Skátar fá kynlífsráðgjöf

Breskir skátar munu nú í fyrsta sinn fá kynlífsráðgjöf og er markmiðið m.a. sagt vera að þroska með fólkinu sjálfsöryggi og hæfni til að standast þrýsting af hálfu jafnaldra sem heimta af þeim virkt kynlíf.

Segir í leiðbeiningum Bandalags skáta í Bretlandi til leiðtoga að þeir eigi að hvetja unglingana til að „láta ekki undan þrýstingi um að hefja snemma kynlíf“ en jafnframt vera reiðubúnir að veita viðeigandi fræðslu, að sögn The Guardian.

„Á tímum þegar 10% af unglingum sem stunda kynlíf eru taldir vera með smitnæman kynsjúkdóm og 5% unglinga segjast ekki nota smokk er það svo sannarlega rétt að Bandalag skáta veiti ungu fólki þá fræðslu sem það þarf til að gæta sín,“ segir dr. Karla Blee sem tók þátt í að semja leiðbeiningarnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að veita sköpunargáfunni útrás í dag. Haltu fast í taumana á krökkunum, það borgar sig til lengri tíma litið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að veita sköpunargáfunni útrás í dag. Haltu fast í taumana á krökkunum, það borgar sig til lengri tíma litið.