Plötuútgáfa í blóma

PETER MOUNTAIN

Þótt plötuútgáfa sé orðin nokkuð jöfn yfir árið er málum enn svo háttað að helsta vertíð plötuútgáfu er síðustu mánuðina fyrir jól; þá kemur obbinn af útgáfu ársins út og þá er salan aukinheldur mest.

Á undanförnum árum hefur íslensk tónlist sótt í sig veðrið samanborið við innflutta tónlist – 2002 var íslensk tónlist í fyrsta sinn í meirihluta af seldri tónlist hér á landi og á síðasta ári var svo komið að íslenskar plötur voru tveir þriðju af plötusölu hér. Flest bendir til þess að þetta bil eigi enn eftir að aukast á þessu ári, enda hefur sala á erlendri tónlist dregist saman um 20-30% á árinu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en aftur á móti er sala á íslenskri tónlist á góðu róli.

Vel af stað

Ásmundur Jónsson, formaður félags hljómplötuframleiðenda, segir að sala á íslenskri tónlist hafi almennt verið góð á árinu, árið hafi byrjaði mjög vel, meðal annars með því að það komu nýir aðilar inn á markaðinn með krafti, en eins var sumarsalan líka góð og greinilegt að ferðamenn nýttu sér lágt gengi á íslensku krónunni til að kaupa tónlist.

Að sögn Ásmundar er greinilegur samdráttur í sölu á erlendri tónlist og þar sé ýmsu um að kenna, til að mynda hafi útgáfumynstur breyst erlendis og ekki síst hafi gengi krónunnar verið óhagstætt. „Gríðarlegar vinsældir plötunnar úr ABBA-myndinni Mamma Mia breyta þessari mynd reyndar talsvert, enda hafa selst af henni ríflega 10.000 eintök og þannig tölur hafa menn ekki séð í sölu á erlendri tónlist í mörg ár.“

Vínyllinn snýr aftur

Eitt af því sem ýtt hefur undir sölu á íslenskri tónlist er að sala á vínylplötum hefur stóraukist hér á landi á árinu líkt og um heim allan og vínylplötur íslenskra tónlistarmanna sem náð hafa árangri erlendis þannig selst vel. Ásmundur segir þó að þetta muni ekki skipta sköpum fyrir plötuútgefendur, enda sé eðlilega dýrara að gefa út á margskonar formi en til dæmis bara á geisladiskum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.