Ásdís Rán sló sölumet hjá Max í Búlgaríu

Ásdís Rán á forsíðu tímaritsins Max.
Ásdís Rán á forsíðu tímaritsins Max. mbl.is

Velgengni fyrirsætunnar Ásdísar Ránar í Búlgaríu virðist engan enda ætla að taka. Eins og greint var frá fyrir nokkru prýddi hún forsíðu glanstímaritsins Max þar í landi, auk þess sem tíu síður voru teknar undir myndir af henni inni í blaðinu. Ásdís Rán greinir frá því á bloggsíðu sinni að sér hafi tekist að slá öll met í sölu blaðsins frá upphafi, en útgefendur þess munu hafa greint henni frá þessu. Ásdís Rán segir þetta vera sérstaklega góðar fréttir fyrir sig því nú geti hún hækkað verðið fyrir þær myndatökur sem hún hefur bókað á næstunni. Líklegt verður því að teljast að Ásdís Rán verði fljótlega ein launahæsta fyrirsæta landsins – ef hún er ekki orðin það nú þegar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.