Aska Yrsu á þýska listann

Yrsa Sigurðardóttir les upp úr bók sinni.
Yrsa Sigurðardóttir les upp úr bók sinni. mbl.is
ASKA, skáldsagan eftir Yrsu Sigurðardóttur, fór beint í 47 . sæti þýska kiljulistans þegar hann var birtur eftir hádegi í gær. Aska kom út í hinum þýskumælandi heimi í vikunni.

Þetta er önnur bók Yrsu sem nær inn á þýska kiljulistann. Sér grefur gröf náði hæst í 39. sæti listans en komst inn á topp tíu í Austurríki. Árlega koma út um 20.000 skáldverk á þýskum bókamarkaði og um 80.000 titlar alls. Því má segja að umtalsverð samkeppni sé á þessum markaði. Á þýsku nefnist Aska Das glühende Grab á þýsku.

Fischer Verlag sem gefur út bækur Yrsu í Þýskalandi tryggði sér útgáfuréttinn á nýjustu sögu hennar, Auðninni, þegar í vor – löngu áður en Yrsa hafði lokið við að skrifa hana.

Yrsa er núna stödd í Vancouver í Kanada en hún lagði upp í fjögurra vikna upplestrarferð um Bandaríkin og Kanada fyrir viku til að undirbúa jarðveginn fyrir bók sína Sér grefur gröf sem kemur út vestan hafs eftir áramótin.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »