Aska Yrsu á þýska listann

Yrsa Sigurðardóttir les upp úr bók sinni.
Yrsa Sigurðardóttir les upp úr bók sinni. mbl.is
ASKA, skáldsagan eftir Yrsu Sigurðardóttur, fór beint í 47 . sæti þýska kiljulistans þegar hann var birtur eftir hádegi í gær. Aska kom út í hinum þýskumælandi heimi í vikunni.

Þetta er önnur bók Yrsu sem nær inn á þýska kiljulistann. Sér grefur gröf náði hæst í 39. sæti listans en komst inn á topp tíu í Austurríki. Árlega koma út um 20.000 skáldverk á þýskum bókamarkaði og um 80.000 titlar alls. Því má segja að umtalsverð samkeppni sé á þessum markaði. Á þýsku nefnist Aska Das glühende Grab á þýsku.

Fischer Verlag sem gefur út bækur Yrsu í Þýskalandi tryggði sér útgáfuréttinn á nýjustu sögu hennar, Auðninni, þegar í vor – löngu áður en Yrsa hafði lokið við að skrifa hana.

Yrsa er núna stödd í Vancouver í Kanada en hún lagði upp í fjögurra vikna upplestrarferð um Bandaríkin og Kanada fyrir viku til að undirbúa jarðveginn fyrir bók sína Sér grefur gröf sem kemur út vestan hafs eftir áramótin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.