Halla Vilhjálms í Evróvisjón

Halla Vilhjálmsdóttir.
Halla Vilhjálmsdóttir. mbl.is/Golli

„Ég skipti bara einu sinni um kjól. En mér fannst þess þurfa, þeir voru svo flottir í búðinni að það var ekki hægt að gera upp á milli þeirra,“ segir söng- og leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir sem vakti töluverða athygli sem kynnir Edduverðlaunanna á sunnudagskvöldið, enda stórglæsileg. „Allt sem ég var í var íslenskt, kjólarnir úr Elm design og skartgripirnir frá Hendrikku Waage. Þetta var líka svona smá „antí-kreppu-statement“. Maður þarf ekki að vera í strigapoka bara af því að það er kreppa,“ segir Halla og hlær.

Halla, sem býr í London, kom sérstaklega til landsins til að vera kynnir á Eddunni, en einnig til að taka sér kærkomið frí. Það hefur nefnilega verið nóg að gera hjá henni að undanförnu, en tökum á stórmyndinni Ghost Machine, sem hún leikur eitt aðalhlutverkið í, lauk fyrir skömmu. „Þetta gekk rosalega vel, en tók ekkert smá á, bæði líkamlega og andlega,“ segir Halla sem fer með hlutverk einskonar afturgöngu í myndinni.

Ghost Machine verður frumsýnd í Bretlandi strax í febrúar, en áður en að því kemur mun Halla láta að sér kveða á öðru sviði – nefnilega í undankeppni Evróvisjón sem fram fer í janúar. Þar mun Halla syngja lag eftir Trausta Bjarnason.

„Hann samdi meðal annars uppáhalds íslenska lagið mitt, „Andvaka“ sem hún Guðrún Árný söng í hittifyrra,“ segir Halla sem samdi sjálf textann við lagið, sem heitir „Roses“.

„Þetta er mjög persónulegur texti, og mér fannst að ég yrði að fylgja honum eftir. Ég get nefnilega ekki hugsað mér að nokkur annar syngi textann minn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson