Sigur Rós fer í frí

Hljómsveitin Sigur Rós heldur tónleika í Laugardalshöll næstkomandi sunnudag og lýkur þá tónleikaför um heiminn sem staðið hefur í fimm mánuði. Tónleikarnir í Höllinni verða síðustutónleikar hljómsveitarinnar í bili, um ótilgreindan tíma reyndar, og Jón Þór Birgisson segir í viðtali að þetta verði óráðið frí: „Ég veit ekki hvað þetta verður langt frí, kannski verða þetta bara síðustu tónleikar okkar á Íslandi. Ever.“

Í Laugardalshöllinni gefst Íslendingum kostur á að sjá hljómsveitina án strengjakvartettsins amiinu í fyrsta sinn í sjö ár, en sviðsmynd og búnaður allur verður sá sami og fylgt hefur hljómsveitinni um Evrópu undanfarna mánuði. Kostnaður við flutningana hingað til lands og uppsetningu er á annan tug milljóna og í viðtali segjast þeir félagar eins gera ráð fyrir að tap verði á tónleikunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.