Miðar á tónleika AC/DC ruku út eins og heitar lummur

Brian Johnson og Angus Young hafa haldið sig við formúluna …
Brian Johnson og Angus Young hafa haldið sig við formúluna og það hefur reynst þeim vel. Einfalt hrátt rokk er á matseðlinum. Reuters

Gömlu rokkhundarnir í hljómsveitinni AC/DC hafa engu gleymt - og ekkert lært segja sumir - en njóta enn mikilla vinsælda. Að sögn talsmanns AC/DC seldust allir miðarnir á hljómleika sveitarinnar í Vín upp á aðeins nokkrum mínútum í dag.

Það er enn talsvert í tónleikana, sem fara fram þann 24. maí nk. á Ernst Happel leikvanginum. Hann getur tekið á móti 50.000 gestum, en þar var leikið til úrslita í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu sem fram fór í Sviss og Austurríki í sumar. Skipuleggjendur tónleikanna íhuga nú að halda aðra tónleika í borginni.

AC/DC gaf út sína fyrstu hljómplötu í átta ár í október sl., sem nefnist Black Ice. Hún hefur fengið fína dóma, selst í bílförmum og verið tilnefnd til Grammy verðlauna.

Hljómsveitin hefur verið lengi að, en hún var stofnuð í Ástralíu árið 1973. Þeir sem vilja láta taka sig alvarlega í rokkfræðum þekkja slagara á borð við Let There Be Rock, You Shook Me All Night Long, Back in Black og Highway to Hell.

Brian Johnson, sem tók við hljóðnemanum af Bon Scott sem lést fyrir aldur fram, hefur lítið breyst og Angus Young, aðalgítarleikari sveitarinnar, er enn í skólabúningnum.

Hljómsveitin hefur selt rúmlega 150 milljónir platna um allan heim. Platan Back in Black, frá árinu 1980, er sú sem hefur selst í flestum eintökum í Bandaríkjunum, eða 22 milljónum eintaka. Platan Thriller með Michael Jackson hefur selst í fleiri eintökum í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson