Ljóstrað upp um vinningshafa?

Anne Hathaway
Anne Hathaway Reuters

Talið er að starfsfólk Golden Globe verðlaunanna hafi fyrir mistök uppljóstrað því að leikkonan Anne Hathaway hljóti verðlaunin fyrir besta leik í kvenhlutverki er verðlaunin verða afhent á sunnudagskvöld.

Stjarna sem birt er við nöfn verðlaunahafa, eftir að verðlaunin hafa verið veitt, var í gær birt við nafn hennar á heimasíðu Golden Globe verðlaunanna. Hún var síðan fjarlægð. 

Hathaway hlaut í fyrrakvöld verðalaun fólksins fyrir hlutverk sitt í myndinni „Rachel Getting Married“.

mbl.is

Bloggað um fréttina