Iceland Express styður Listahátíð

Hrefna og Matthías undirrita samstarfssamninginn
Hrefna og Matthías undirrita samstarfssamninginn

Samstarfssamningur þess efnis að Iceland Express verði einn af aðalsamstarfsaðilum Listahátíðar í Reykjavík var undirritaður í morgun.  Er þetta í fyrsta sinn sem Listahátíð og Iceland Express starfa saman.

Samstarfssamningur Listahátíðar og Iceland Express er til næstu tveggja ára og var undirritaður í höfuðstöðvum Iceland Express í Grímsbæ. Það voru þau Hrefna Haraldsdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og Matthías Imsland forstjóri Iceland Express sem undirrituðu samninginn, samkvæmt tilkynningu.
 
Listahátíð í Reykjavík 2009 verður haldin dagana 15. til 31. maí. Hátíðin sem framundan er verður hátíð allra listgreina; tónlistar, sviðslista, bókmennta og myndlistar. Heildardagskrá hátíðarinnar verður kynnt í byrjun mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn verður með rólegasta móti. Gættu þess að ofmetnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn verður með rólegasta móti. Gættu þess að ofmetnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst.