Friðrik Rafnsson fær franska orðu

Friðrik Rafnsson
Friðrik Rafnsson

Friðrik Rafnsson, þýðandi og forseti Alliance française á Íslandi, verður sæmdu riddarakrossi frönsku lista- og bókmenntaorðunnar (La croix de Chevalier des Arts et Lettres) á fimmtudaginn. Það er sendiherra Frakka á Íslandi, Olivier Mauvisseau, sem afhendir Friðriki orðuna, að því er segir í tilkynningu.

„Franska ríkið vill með þessum hætti þakka Friðriki sitt ötula og gjöfula starf í þágu styrkari tengsla á milli landanna tveggja á sviði vísinda og menningar.

Friðrik hefur komið að ýmsum verkefnum í þessa veru, t.a.m. að stofnun safns um vísindamanninn Charcot í Sandgerði. Hann hefur setið í stjórn Alliance française um árabil og verið forseti stjórnar síðan 2007.

Þekktastur er Friðrik efalaust fyrir  þýðingar sínar á frönskum bókmenntaverkum en hann hefur þýtt tuttugu skáldsögur franskra rithöfunda (Denis Diderot, Pascal Quignard, Michel Houellebecq, Benoit Duteurtre), og tveggja rithöfunda sem skrifa verk sín á frönsku, þeirra Tahar Ben Jelloun og Milan Kundera. Auk þessa hefur hann þýtt fjölmörg leikrit og ritgerðir um listir og heimspeki," samkvæmt tilkynningu.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir