Skíðaskáldið mikla

Ísleifur les fyrir skíðafólk í Bláfjöllum,
Ísleifur les fyrir skíðafólk í Bláfjöllum, mbl.is/RAX

Fólk  bregður sér á skíði til að hressa upp á líkama og sál en starfsmenn skíðasvæðisins í Bláfjöllum eru búnir að hefja þetta upp á næsta stig. Einn af starfsmönnum svæðisins, Ísleifur Friðriksson, les nefnilega upp góðkunn ljóð fyrir gesti sem bíða við skíðalyfturnar, undantekningarlaust við glymjandi lófatak.

Er staðan reyndar orðin sú að fólk harðneitar að fara upp í fjall án þess að fá eitt gott skot af ljóðalestri áður. Fögur fjallasýn hefur löngum verið helstu ljóðskáldum heimsins botnlaus andagift og kannski tími til kominn að ádrepur þeirra þar um fái að hljóma hátt og snjallt í lifandi flutningi fjallasala á milli?

Fólk er sólgið í þetta

„Ég er frekar athyglissjúkur,“ segir Ísleifur og hlær við þegar hann er spurður hvern þremilinn þetta eigi að þýða. Ræddi hann við blaðamann símleiðis úr brekkunum og á bakvið við má greina hlátrasköll og ærslin í þeim yngri, samfara marrandi, olíbornu braki stólalyftanna.

„Mér datt þetta einfaldlega í hug þegar ég stóð við langa og tilbreytingarsnauða röð. Að fólk hefði kannski gaman af því að drepa tímann með þessu og stytta biðina. Aldrei nokkurn tíma hefur verið kvartað yfir þessu, nema síður sé. Fólk er meira að segja farið að gauka að mér ljóðum til að lesa.“

Eigin ljóð ekkisens leirburður

Ísleifur segist lesa alls kyns ljóð og fólk sé farið að gera ráð fyrir þessu.

„Á ekki að lesa eitthvað í dag?“ segja menn!“´

Ísleifur segist skjóta inn einu og einu frumsömdu ljóði. Ljóð hans séu hins vegar svo mikill ekkisens leirburður að þau séu vart mönnum bjóðandi.

„Ég hef lesið ógrynni ljóða í gegnum tíðina en það virðist ekki breyta því að ég er handónýtur sjálfur til þess arna. Ég þyrfti eiginlega að fara á námskeið....“

Vantar fleiri lesara

Ísleifur segir að það eina sem hái þessum gjörningi nú sé að það vanti fleiri starfsmenn í þetta. Einfaldast væri auðvitað að setja ákvæði um lesturinn inn í ráðningarsamninga.

„Hér hóf eitt sinn störf frönsk stúlka og ég fékk hana til að lesa upp úr Passíusálmunum fyrir fólkið. Hún var ófeimin við það og las og las án þess að skilja orð af því sem hún var að segja. Líkaði henni þetta svo vel að hér er hún enn. Sjálfur hef ég aldrei verið feiminn og mun halda mér að þessu svo lengi sem ég verð hér. Þetta er eina skíðasvæðið í veröldinni sem býður upp á svona lagað svo ég viti til.“

Skíðafærið er nú með afbrigðum gott og eru höfuborgarbúar á stanslausu renneríi. Hafa starfsmenn brugðist snögglega við og er nú opið til 9 á kvöldin. Fagnaðarefni fyrir alla skíðaáhugamenn – og ljóðaunnendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust fyrir þig að hengja haus því þú hefur unnið vel. Þú ert hlý/r og skilningsrík/ur í samskiptum og hugsanlega laðast þú að einhverjum.
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust fyrir þig að hengja haus því þú hefur unnið vel. Þú ert hlý/r og skilningsrík/ur í samskiptum og hugsanlega laðast þú að einhverjum.