Tarfur skal hann heita

Smári Tarfur Jósepsson.
Smári Tarfur Jósepsson.

Eitt af því sem mannfræðingar hafa greint sem algilt í öllum menningarsamfélögum er að menn aðgreina hver annan með nafni. Fyrir kemur að þegar fólk er komið til vits og ára taki það sér bessaleyfi að breyta ýmsu í nafngiftum, losar sig við nöfn sem því þykir ljót eða lítt spennandi og tekur upp ný í staðinn – heiti sem standa hjarta þess nærri einhverra hluta vegna.

Fólki er þetta auðvitað í sjálfsvald sett en miserfiðlega gengur hins vegar að koma nöfnunum í gegnum hið opinbera. Einn nafnbreytill sem hrósar nú miklum sigri er tónlistarmaðurinn Smári Jósepsson sem hefur leikið með sveitum á borð við Spitsign, Quarashi og Hot Damn!

Smári hefur um árabil gengið undir heitinu Smári Tarfur og nú er það orðið hans lögboðna nafn. Smári Tarfur Jósepsson er hans fulla nafn í dag. Smári ku hæstánægður með árangurinn og samkvæmt heimildum segir hann þetta afar tilhlýðilegt enda sé hann náttúrubarn mikið til orðs og æðis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.