Syngja með hjartanu og pungnum

Fjallabræður
Fjallabræður mbl.is

„Við syngjum með tveimur líffærum, pungnum og hjartanu, hvort tveggja er mjög einlægt en þegar sungið er með pungnum er allt gefið í, aldrei bakkað og sénsinn tekinn á því að röddin muni bresta en það skiptir ekki máli því við erum að meina það,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, stjórnandi karlakórsins Fjallabræðra, kíminn.

Karlakórinn sem er kenndur við Flateyri, gaf Færeyingum lagið „Minni Færeyinga“ nýlega sem þakklætisvott fyrir alla aðstoð sem þeir hafa veitt Íslendingum.

„Þegar það kom upp að Færeyingar ætluðu að lána Íslendingum peninga í kjölfar efnahagshrunsins fórum við að ræða hvað þeir væru magnaðir; um leið og eitthvað gerðist á Íslandi þá kæmi alltaf litli bróðir okkar í suðri til hjálpar óumbeðinn. Einn frændi minn í kórnum sagði við mig að nú yrði ég að semja lag fyrir Færeyinga, það væri borgaraleg skylda okkar að þakka þessu fólki fyrir. Mörgum okkar frá Flateyri er minnisstætt þegar þeir gáfu okkur leikskóla eftir snjóflóðið, þeir gerðu það sama í Súðavík og Vestmannaeyjum,“ segir Halldór og minnir á að Færeyingar séu aðeins um 50.000. „Eins og einn fallegur Færeyingur sagði við mig: „Íslendingar hafa aldrei verið frændur okkar, þeir hafa alltaf verið bræður okkar.““

Kórinn skundaði svo á ræðismannsskrifstofu Færeyja á Íslandi síðasta miðvikudag og söng lagið fyrir ræðismanninn auk þess að afhenda honum platta með kveðju frá kórnum til færeysku þjóðarinnar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant